Græna Ljósið – Vertu velkominn!

Kæri lesandi.

Vertu velkominn á Græna ljósið, vefsíðu um kvikmyndir, þætti, streymiþjónustur og annað sem tengist kvikmynda og þáttaframleiðslu.

Hér muntu njóta þín vel, finna ýmsar upplýsingar um framleiðslu kvikmynda, þátta og ýmislegt fleira.

Kvikmyndir hafa verið framleiddar í yfir 100 ár og því er af miklu að taka. Við fjöllum um íslenska framleiðslu kvikmynda, erlenda framleiðslu kvikmynda og hvað það er sem heftir framleiðslu kvikmynda og þátta. Við förum einnig yfir frábærar síður sem bjóða upp á að streyma kvikmyndum og þáttum, íþróttum og ýmsu fleiru sem þú leitast eftir, sögu framleiðslu kvikmynda og fréttir frá þessum bransa sem virðist ætla að lifa endalaust.

Kvikmyndir hafa skemmt fólki allt frá því seint á 19. öldinni og viljum við fræða lesendur okkar um sögu framleiðslu kvikmynda, hvernig framleiðslan hófst á sínum tíma, hver átti hugmyndina af því að búa til kvikmyndir og hver þróunin hefur verið í gegnum áratugina. Við förum einnig yfir sögu íslenskra kvikmynda og hvernig íslensk kvikmyndaframleiðsla hefur þróast í gegnum árin og áratugina.

Við bjóðum einnig upp á fréttavef sem fer yfir helstu fréttir innan kvikmyndageirans sem og aðrar fréttir frá Íslandi sem og erlendar fréttir.

Við erum miklir áhugamenn um allt sem kemur að framleiðslu kvikmynda og leggjum okkur fram við að fræða þig um allt sem er að gerast innan kvikmyndabransans. Viltu vita hvaða mynd er nýjasta framleiðslan á íslenskum kvikmyndamarkaði? Við fræðum þig um þetta allt saman.

Vertu velkominn aftur og aftur, Græna Ljósið mun vera hér til að aðstoða þig og fræða þig um kvikmyndir.