Bruce Dern hleypur í skarðið fyrir vin sinn heitinn, Burt Reynolds.
Leikstjórinn Quentin Tarantino mun fá Bruce Dern til að leika George Spahn í mynd sinni, Once Upon A Time In Hollywood. Það var hlutverkið sem gamall vinur Durn, Burt Reynolds tók að sér en upptökur voru ekki hafnar áður en hann dó þann 6. september.
Dern, sem lék pirraðasta mann í heimi, fyrrverandi herforingjann Sanford Smithers í The Hateful Eight eftir Tarantino, mun leika á meðal stórstjarna eins og Brad Pitt, Leonardo DiCaprio, Margot Robbie, Kurt Russell, Al Pacino, Dakota Fanning ásamt fleirum þekktum stjörnum. Myndin er í anda Pulp Fiction, röð sagna í og í kringum Los Angeles sumarið 1969, þegar Charles Manson og fylgjendur hans myrtu Sharon Tate og aðra. Myndin kemur út 26. júlí frá Sony Pictures. David Heyman er að framleiða kvikmyndina með Shannon McIntosh og Tarantino.
Dern er nú að leika í kvikmyndinni Remember Me In Spain en framleiðandi myndarinnar, Atit Shah og leikstjórinn Martin Rosete endurskipulögðu áætlunina svo að Dern gæti farið og leikið hlutverk sitt í Once Upon A Time In Hollywood.
Dern mun leika hlutverk Spahn, áttræðan mann sem er næstum blindur, sem leigði út búgarð sinn til að nota sem staðsetningu fyrir vestra. Manson sannfærði Spahn um að leyfa honum og fylgjendum sínum að búa á búgarðinum hans, aðeins nokkrum mánuðunum áður en þeir myrtu Tate og sex aðra. Samkvæmt skýrslum, var samningur Manson og Spahn þannig að í skiptum fyrir leigu, þvingaði Manson kvenkyns fylgjendur sína til að hoppa í rúmið með búgarðseigandanum og þjónusta hann einnig sem blindraleiðsögumenn. Til að bæta við huggulegheitin þá fékk dyggur fylgjandi Manson, Squeaky Fromme, konan sem síðar reyndi að myrða Gerald Ford forseta, gælunafnið sitt vegna þess að hún skrækti þegar Spahn snerti hana.
Dern og Reynolds léku nokkrum sinnum saman í gegnum árin, þar á meðal í myndinni Hard Ground, vestra sem gerður var fyrir Hallmark 2003; sjónvarpsmyndinni Hard Time: The Premonition á TNT 1999; og í þætti á ABC, 12 O’Clock High árið 1965.