graenaljosid.isgraenaljosid.is
  • Heim
  • Saga
    • Upphaf kvikmyndaframleiðslu – Thomas Edison
    • Hvað er “kvikmynd”?
    • Hljóð og litur var ekki alltaf til staðar í kvikmyndum
  • Streymiþjónustur
    • Vinsælustu streymiþjónusturnar
    • Fleiri flottar streymiþjónustur
    • Bestu streymiþjónusturnar – íþróttir í beinni
  • Vandamál
    • Ólöglegt niðurhal hefur slæm áhrif á kvikmyndabransann
    • Breytingar innan kvikmyndabransans
    • Kvikmynda framleiðendur standa frammi fyrir
  • Fréttir
  • Tengiliðir

Bruce Dern hleypur í skarðið fyrir vin sinn heitinn, Burt Reynolds.

Leikstjórinn Quentin Tarantino mun fá Bruce Dern til að leika George Spahn í mynd sinni, Once Upon A Time In Hollywood. Það var hlutverkið sem gamall vinur Durn, Burt Reynolds tók að sér en upptökur voru ekki hafnar áður en hann dó þann 6. september.

Dern, sem lék pirraðasta mann í heimi, fyrrverandi herforingjann Sanford Smithers í The Hateful Eight eftir Tarantino, mun leika á meðal stórstjarna eins og Brad Pitt, Leonardo DiCaprio, Margot Robbie, Kurt Russell, Al Pacino, Dakota Fanning ásamt fleirum þekktum stjörnum. Myndin er í anda Pulp Fiction, röð sagna í og í kringum Los Angeles sumarið 1969, þegar Charles Manson og fylgjendur hans myrtu Sharon Tate og aðra. Myndin kemur út 26. júlí frá Sony Pictures. David Heyman er að framleiða kvikmyndina með Shannon McIntosh og Tarantino.

Dern er nú að leika í kvikmyndinni Remember Me In Spain en framleiðandi myndarinnar, Atit Shah og leikstjórinn Martin Rosete endurskipulögðu áætlunina svo að Dern gæti farið og leikið hlutverk sitt í Once Upon A Time In Hollywood.

Dern mun leika hlutverk Spahn, áttræðan mann sem er næstum blindur, sem leigði út búgarð sinn til að nota sem staðsetningu fyrir vestra. Manson sannfærði Spahn um að leyfa honum og fylgjendum sínum að búa á búgarðinum hans, aðeins nokkrum mánuðunum áður en þeir myrtu Tate og sex aðra. Samkvæmt skýrslum, var samningur Manson og Spahn þannig að í skiptum fyrir leigu, þvingaði Manson kvenkyns fylgjendur sína til að hoppa í rúmið með búgarðseigandanum og þjónusta hann einnig sem blindraleiðsögumenn. Til að bæta við huggulegheitin þá fékk dyggur fylgjandi Manson, Squeaky Fromme, konan sem síðar reyndi að myrða Gerald Ford forseta, gælunafnið sitt vegna þess að hún skrækti þegar Spahn snerti hana.

Dern og Reynolds léku nokkrum sinnum saman í gegnum árin, þar á meðal í myndinni Hard Ground, vestra sem gerður var fyrir Hallmark 2003; sjónvarpsmyndinni Hard Time: The Premonition á TNT 1999; og í þætti á ABC, 12 O’Clock High árið 1965.

Related Posts

5 bestu þríleikir sem vert er að horfa á aftur og aftur.

graenaljosid /

5 bestu þríleikir sem vert er að horfa á aftur og aftur.

graenaljosid /

Netflix gefur út þætti úr smiðju Jim Henson

Khaleesi og Arya á meðal vinsælustu nafna í Bretlandi.

graenaljosid /

Khaleesi og Arya á meðal vinsælustu nafna í Bretlandi.

Nýlegar færslur

  • 5 bestu þríleikir sem vert er að horfa á aftur og aftur.
  • Bruce Dern hleypur í skarðið fyrir vin sinn heitinn, Burt Reynolds.
  • Netflix gefur út þætti úr smiðju Jim Henson
  • Khaleesi og Arya á meðal vinsælustu nafna í Bretlandi.
  • Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi
  • Hryllingsmyndin Overlord kemur út í nóvember
  • Kvikmyndir um spilavíti – byggðar á sönnum atburðum
  • Kvikmyndir með spilavíti í aðalhlutverki
  • Doctor Who tekur stakkaskiptum: nýjasti doktorinn er kona!
  • Guðmundar og Geirfinnsmálið í fáum orðum
  • Nýjustu Halloween myndinni spáð mikilli velgengni

Eltu okkur

Upplýsingar

support@graenaljosid.is

Back to Top

Hreyfimyndir fyrir og eftir sérstökum áhrifum

Á bak við tjöldin DARTH MAUL: APPRENTICE

Spider-Man Homecoming – glæfrabragð bak við tjöldin

https://www.youtube.com/watch?v=jxO9eiMSS0Y

© graenaljosid.is 2021
Powered by WordPress • Themify WordPress Themes