Hryllingsmyndin Overlord kemur út í nóvember
Enn eru nokkrar vikur þar til seinni heimsstyrjaldar hryllingsmyndin Overlord kemur í kvikmyndahúsin – og er hún sko ekkert í líkingu við Cloverfield, eða svo er sagt – en Paramount og Bad Robot opinberuðu fullt af nýjum myndum og samantekt sem varpa svolítið meira ljósi á hryllingsmyndina sem beðið er eftir. Myndirnar sýna greinilega hryllinginn sem er mjög svo sýnilegur í leiðaranum fyrir kvikmyndina með AC/DC lagið “Hells Bells” dúndrandi í bakgrunninum, þar sem fengið er að sjá bandaríska hermenn lenda í Frakklandi sem er þá yfirtekin af nasistum. Þar upplifa þeir 100% meiri hrylling en þeir hefðu nokkurn tímann getað ímyndað sér.
Myndin er framleidd af J.J. Abrams, leikstýrt af Julius Avery og skrifuð af Billy Ray og Mark L. Smith.
Overlord verður frumsýnd þann 9. nóv og á meðal leikara eru Jovan Adepo (þekktur fyrir hlutverk sitt í Fences) og Wyatt Russell (lék í Lodge 49) með Jacob Anderson (úr Game of Thrones), Dominic Applewhite (The King’s Speech), Pilou Asbaek (einnig úr Game of Thrones), Lain de Caestecker (Marvel’s Agents of S.H.I.E.L.D.), John Magaro (The Big Short), Mathilde Ollivier (The Misfortunes of Francois Jane) og Bokeem Woodbine (Fargo).
Hér er opinbert ágrip myndarinnar:
Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir innrásina í Normandy Hvað getið þið sagt mér innrásina í Normandí? lendir hópur bandarískra fallhlífahermanna í Frakklandi sem er þá yfirtekin af nasistum. Þeir þurfa að framkvæma verkefni sem er mjög mikilvægt fyrir velgengni innrásarinnar. Verkefni þeirra er að eyðileggja útvarpssendi sem er staðsettur á toppnum á víggirtri kirkju. Örvæntingarfullir hermennirnir taka saman höndum með ungum, frönskum þorpsbúa frá þorpinu sem kirkjan er staðsett í, til að komast yfir veggina og rífa niður turninn. En á dularfullri rannsóknarstofu undir kirkjunni stendur fámenni hópurinn augliti til auglitis við nýja óvini, ólíkt því sem heimurinn hefur nokkurn tímann séð. Frá framleiðandanum J.J. Abrams, Overlord kemur spennutryllir sem mun fá púlsinn til að slá hraðar!