graenaljosid.isgraenaljosid.is
  • Heim
  • Saga
    • Upphaf kvikmyndaframleiðslu – Thomas Edison
    • Hvað er “kvikmynd”?
    • Hljóð og litur var ekki alltaf til staðar í kvikmyndum
  • Streymiþjónustur
    • Vinsælustu streymiþjónusturnar
    • Fleiri flottar streymiþjónustur
    • Bestu streymiþjónusturnar – íþróttir í beinni
  • Vandamál
    • Ólöglegt niðurhal hefur slæm áhrif á kvikmyndabransann
    • Breytingar innan kvikmyndabransans
    • Kvikmynda framleiðendur standa frammi fyrir
  • Fréttir
  • Tengiliðir

Khaleesi og Arya á meðal vinsælustu nafna í Bretlandi.

“A girl has no name” sagði Arya Stark í 6. þáttaröðinni af “Game of Thrones.” Þó ber hún þetta fallega nafn og það gera einnig að minnsta kosti 343 aðrar stúlkur. Það er fjöldi nýfæddra stúlkna sem fengu nafnið Arya í Englandi á síðasta ári, samkvæmt skýrslu BBC sem hefur einnig fylgst með aukningu barna sem hafa fengið nafnið Khaleesi (73) og Tyrion (11) ásamt fleiri börnum sem eru skýrð eftir frægum “Game of Thrones”:http://www.ruv.is/tag/game-of-thrones persónum. Persóna Maisie Williams er greinilega í miklu uppáhaldi þar sem nafnið Arya virðist vera lang vinsælast, kannski vegna þess að unga stúlkan Arya Stark er dáður karakter í þáttunum og nafn hennar er auðveldara að stafa en Daenarys.

Rannsóknin bendir einnig á að árið 2017 hafi nafnið Sansa verið vinsælla en áður, þó svo að nákvæm tala hafi ekki verið gefin upp. Til viðbótar við “Game of Thrones,” var teiknimyndin “Moana” og stórmyndirnar “Star Wars” einnig miklir áhrifavaldar þegar kom að nafnavali á nýfædd börn: sjö litlar stelpur voru nefndar eftir Disney prinsessunni Moana. 149 stúlkubörn fengu nafnið Leia, eftir prinsessunni og hershöfðingjanum sem Carrie Fisher lék í “Star Wars,” en hún var bráðkvödd þann 27. desember 2016. Þar að auki voru 21 stúlka nefndar Rey, eftir nýju kvenhetjunni í “Star Wars” myndunum; Kylo var vinsælt meðal stráka, en 70 drengir fengu nafn nýjasta “Star Wars” illmennisins.

“Game of Thrones” hafa verið gríðalega vinsælir allt frá því þeir voru frumsýndir árið 2011og hafa vinsældirnar aukist með árunum. Þáttaserían hefur unnið til margra verðlauna og á sér fastan og dyggan aðdáendahóp. Því má eflaust eiga von á að fleiri stúlkur og drengir fái að bera nöfn aðal persónanna í þáttunum á komandi árum. “Game of Thrones” er ein af seríunum á IMDb sem skora hvað hæst á meðal aðdáenda, en 9.5 af 10 mögulegum.

Related Posts

graenaljosid /

Netflix gefur út þætti úr smiðju Jim Henson

Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi

graenaljosid /

Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi

Hryllingsmyndin Overlord kemur út í nóvember

graenaljosid /

Hryllingsmyndin Overlord kemur út í nóvember

Nýlegar færslur

  • Netflix gefur út þætti úr smiðju Jim Henson
  • Khaleesi og Arya á meðal vinsælustu nafna í Bretlandi.
  • Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi
  • Hryllingsmyndin Overlord kemur út í nóvember
  • Kvikmyndir um spilavíti – byggðar á sönnum atburðum
  • Kvikmyndir með spilavíti í aðalhlutverki
  • Doctor Who tekur stakkaskiptum: nýjasti doktorinn er kona!
  • Guðmundar og Geirfinnsmálið í fáum orðum
  • Nýjustu Halloween myndinni spáð mikilli velgengni

Eltu okkur

Upplýsingar

support@graenaljosid.is

Back to Top

Hreyfimyndir fyrir og eftir sérstökum áhrifum

Á bak við tjöldin DARTH MAUL: APPRENTICE

Spider-Man Homecoming – glæfrabragð bak við tjöldin

https://www.youtube.com/watch?v=jxO9eiMSS0Y

© graenaljosid.is 2019
Powered by WordPress • Themify WordPress Themes