Hvað er “kvikmynd”?

Orðið “kvikmynd” er verulega víðtækt hugtak og er formlega heitið yfir allar gerðir af hreyfimyndum. Hugtakið nær yfir fjöldann allan af undirflokkum og ætlum við að fara yfir nokkra af þessum flokkum.

– Bíómyndir.

Þetta er eflaust einn þekktasti undirflokkurinn. Bíómyndir eru kvikmyndir sem sýna skáldskap eða endursköpun á liðnum atburðum og endursögnum. Bíómyndir hafa verið framleiddar í yfir 100 ár til að skemmta fólki.

– Sjónvarpsþættir.

Þessi undirflokkur er verulega skyldur flokkinum “bíómyndir” nema að hér er um að ræða styttri útgáfu af sambærilegu efni.

– Teiknimyndir.

Þessar myndir hafa mikið skemmtanagildi og eru búnar til úr teiknuðum römmum sem eru búnir til af hinum ýmsu listamönnum. Flestir tengja teiknimyndir við barnaskemmtun en margar teiknimyndir höfða einnig til fullorðinna áhorfenda.

– Fréttamyndir.

Kvikmyndir sem fara yfir raunverulega atburði og sýna þá eins og þeir gerast. Myndskeiðin eru svo notuð til frekari umfjöllunar um viðkomandi atburð á hlutlausan hátt.

– Heimamyndir.

Þessi tegund kvikmynda eru eflaust til á hverju heimili og í hverjum farsíma í heiminum. Þær sýna raunveruleikann, upptökur frá þínu persónulega lífi sem þú tekur sjálfur upp.

– Fræðslumyndir.

Kvikmyndir sem gerast í raunveruleikanum og eru búnar til fyrst og fremst með fræðslugildi í huga. Þessar myndir notas toft við teiknimyndir sem og leikið efni til að sýna hvernig hlutir og atburðir eru í raun og veru. Einn sá þekktasti framleiðandi fræðslumynda er án efa David Attenborough.

– Heimildarmyndir.

Þetta eru myndir sem sýna raunveruleikann en einungis að hluta til. Þessar kvikmyndir eru iðulega gerðar af kvikmyndamönnum sem taka ákveðna aðstöðu gagnvart einhverjum málsstað eða hugmyndum. Oft eru þetta skáldaðar kvikmyndir og þá í þeim tilgangi að koma viðkomandi hugmyndum á framfæri.

– Tónlistarmyndbönd.

Stuttar kvikmyndir sem hafa listrænt gildi og sýna dans og söng með lögum tónlistarmanna í undirspili. Oftast hefur viðkomandi lag í myndbandinu verið gefið út áður en myndbandið er búið til og gefið út.