Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi
Íslensk kvikmyndaframleiðsla blómstrar sem aldrei fyrr og hafa íslenskar kvikmyndir vakið athygli víðar en bara á Íslandi. Allt frá árinu 1949 hefur íslensk kvikmyndagerð verið í stöðugri þróun en fyrsta íslanska kvikmyndin, Milli Fjalls og Fjöru, leit dagsins ljós í janúar þetta sama ár. Fyrstu þrjátíu árin var ekki mikið um framleiðslu kvikmynda, það náði ekki einu sinni að framleiða eina mynd á ári en það breyttist allt saman á 9. áratugi síðustu aldar.
Má segja að frá árinu 1980 hafi kvikmyndaiðnaðurinn blómstrað verulega á Íslandi og var mikið af klassískum grínmyndum sem komu út á þesum árum. Má þar nefna myndina um Jón Odd og Jón Bjarna, Stuðmannamyndina: Með allt á Hreinu, Líf-myndirnar (Dalalíf, Löggulíf) og Stellu í Orlofi. Þetta er þó aðeins brot af því sem kom út á þessum ágæta áratug en mikið var um sígildar myndir sem flestir íslendingar þekkja eins og lófann á sér.
Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur fengið þann heiður að vera tilnefnd til Óskarsverðlauna en það er mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn Náttúrunnar sem kom út árið 1991 en þó hafa íslenskar kvikmyndir fengið tilnefningar á öðrum kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Svo eru æ fleiri íslendingar að komast inn í Hollywood og þar má einna helst nefna Baltasar Kormák, sem hefur framleitt þónokkrar kvikmyndir með stórstjörnum á borð við Denzel Washington og Mark Wahlberg.
Íslenskar kvikmyndir eiga það til að vera með dökku yfirbragði og svörtum húmor, svona rétt eins og þjóðin öll. Þær höfða ekki til allra en eru þó vel leiknar og skarta oft hinni sérstöku íslensku náttúru. Nýjasta kvikmyndin sem kom út á Íslandi heitir Log Mér Að Falla og fjallar um örlög ungrar stúlku sem leiðist út í fíkniefni á Íslandi. Myndin er byggð á sönnum atburðum sem gerðust í litlu stórborginni Reykjavík og hefur vakið mikla aðdáun gagnrýnenda og áhorfenda. Ef þú ert að leita að góðri bíómynd fyrir kvöldið þá skaltu endilega finna þér eina íslenska.