Kvikmyndir með spilavíti í aðalhlutverki
Það hafa þónokkuð margar kvikmyndir um spilavíti og fjárhættuspil verið framleiddar og gefnar út í gegnum árin. Sumar þeirra hafa náð gríðarlegum vinsældum og verður rennt yfir nokkrar þessara mynda.
Ocean’s 11 (2001)
Ocean’s 11 kom út 2001 og er endurgerð af kvikmynd frá 1960 með sama nafni. Myndin fjallar um þjófinn Danny Ocean sem er nýsloppinn úr fangelsi. Hans fyrsta verk er að finna félaga sinn og skipuleggja rán á spilavíti í Las Vegas. Myndin skartar stórstjörnum á borð við George Clooney, Andy Garcia, Brad Pitt og Matt Damon. Myndin skorar 7,8 á IMDb og náði slíkum vinsældum að gerðar voru myndir til viðbótar, Ocean’s 12 og Ocean’s 13. Árið 2018 hélt ævintýrið áfram en þá kom út myndin Ocean’s 8 sem fjallar um systur Danny Ocean, Debbie Ocean sem virðist vera jafn þjófótt og bróðir sinn.
Casino (1995)
Kvikmyndin Casino er epískt verk sem Martin Scorsese leikstýrði 1995. Myndin gerist árið 1973 og fjallar um átökin á milli vinanna Sam “Ace” Rothstein, eiganda spilavítis og Nicky Santoro, mafíósa en þeir berjast um yfirráð yfir spilavítisveldi. Myndin er full af græðgi, peningum og morðum. Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum Robert DeNiro, Joe Pesci og Sharon Stone og fær myndin 8,2 á IMDb.
Casino Royale (2006)
Casino Royale var fyrsta bók Ian Flemming Hvað gerði Ian Fleming fyrir utan að skrifa James Bond bækurnar? um Bond en alls ekki sú síðasta. Myndin er frábær skemmtun þar sem Daniel Craig er í hlutverki 007. Myndin fjallar um upphaf ferils Bond og er hann að vinna sig upp innan leyniþjónustunnar. Hann er sendur til að stöðva glæpamanninn Le Chiffre en sá er búinn að bjóða vel völdum aðilum í stærðarinnar pókerleik í Casino Royale í Montenegro. Bond er sendur til að sigra hann, enda er hann besti pókerspilarinn innan leyniþjónustunnar. Stórskemmtileg mynd sem skorar 8,0 á IMDb.