graenaljosid.isgraenaljosid.is
  • Heim
  • Saga
    • Upphaf kvikmyndaframleiðslu – Thomas Edison
    • Hvað er “kvikmynd”?
    • Hljóð og litur var ekki alltaf til staðar í kvikmyndum
  • Streymiþjónustur
    • Vinsælustu streymiþjónusturnar
    • Fleiri flottar streymiþjónustur
    • Bestu streymiþjónusturnar – íþróttir í beinni
  • Vandamál
    • Ólöglegt niðurhal hefur slæm áhrif á kvikmyndabransann
    • Breytingar innan kvikmyndabransans
    • Kvikmynda framleiðendur standa frammi fyrir
  • Fréttir
  • Tengiliðir

Kvikmyndir um spilavíti – byggðar á sönnum atburðum

Höfundur þessarar greinar verður að viðurkenna veikleika sinn fyrir myndum sem eru sannsögulegar. Sannleikurinn er nefnilega oftar lygilegri en nokkur skáldskapur. Hér eru nokkrar myndir sem eru sannsögulegar og með spilavíti og fjárhættuspil í aðalhlutverkum. Nú er ekkert annað að gera en að koma sér vel fyrir í sófanum, kannski byrja á því að spila einn leik á JackpotCity Premium Casino app og horfa svo á eina af þessum frábæru myndum.

Molly’s Game (2017)

Kvikmyndin Molly’s Game fjallar um endurminningar skíðadrottningarinnar Molly Bloom. Hún gerði tilraun til þátttöku í Ólympíuleikunum 2002 en slasaðist alvarlega í hæfniskeppninni og komst því aldrei á leikana. Í stað þess að fylgja áætlunum sínum um að fara í laganám, tók hún sér ársleyfi og fór til Los Angeles. Þar setti hún á laggirnar stærsta pókerleik sögunnar þar sem stjarnfræðilegar upphæðir voru lagðar undir. Varð þetta til þess að hún varð skotmark FBI. Myndin er stórskemmtileg og með aðalhlutverkin fara Jessica Chastain, Idris Elba og Kevin Costner. Myndin skorar 7,5 á IMDb og er frábær skemmtun.

Bugsy (1991)

Benjamin “Bugsy” Siegel var einn af þessum alræmdu mafíósum sem var uppi á fyrri hluta 20. aldarinnar. Hann var sagður sjarmerandi og stórhættulegur og starfaði samhliða öðrum mafíósum eins og Lucky Luciano og Meyer Lansky. Myndin fjallar um Bugsy og ástarsamband hans við leikkonuna Virginiu Hill. Hann flytur til Beverly Hills til að vera með Virginiu en skilur eftir konu sína og börn í Scarsdale. Myndin segir frá sambandi þeirra og uppbyggingu Las Vegas Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?, en Bugsy Siegel var sá allra fyrsti sem lét sér detta í hug að byggja fyrsta stóra spilavítið í eyðimörkinni, sem nú er stærsta spilavítisborg í heimi. Mögnuð og söguleg mynd með stórstjörnum á borð við Warren Beatty, Annette Benning, Harvey Keitel, Ben Kingsley og Elliott Gould ásamt fleirum. Myndin er dramatísk, spennandi og fræðandi, og skorar 6,8 á IMDb.

Related Posts

5 bestu þríleikir sem vert er að horfa á aftur og aftur.

graenaljosid /

5 bestu þríleikir sem vert er að horfa á aftur og aftur.

graenaljosid /

Bruce Dern hleypur í skarðið fyrir vin sinn heitinn, Burt Reynolds.

graenaljosid /

Netflix gefur út þætti úr smiðju Jim Henson

Nýlegar færslur

  • 5 bestu þríleikir sem vert er að horfa á aftur og aftur.
  • Bruce Dern hleypur í skarðið fyrir vin sinn heitinn, Burt Reynolds.
  • Netflix gefur út þætti úr smiðju Jim Henson
  • Khaleesi og Arya á meðal vinsælustu nafna í Bretlandi.
  • Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi
  • Hryllingsmyndin Overlord kemur út í nóvember
  • Kvikmyndir um spilavíti – byggðar á sönnum atburðum
  • Kvikmyndir með spilavíti í aðalhlutverki
  • Doctor Who tekur stakkaskiptum: nýjasti doktorinn er kona!
  • Guðmundar og Geirfinnsmálið í fáum orðum
  • Nýjustu Halloween myndinni spáð mikilli velgengni

Eltu okkur

Upplýsingar

support@graenaljosid.is

Back to Top

Hreyfimyndir fyrir og eftir sérstökum áhrifum

Á bak við tjöldin DARTH MAUL: APPRENTICE

Spider-Man Homecoming – glæfrabragð bak við tjöldin

© graenaljosid.is 2019
Powered by WordPress • Themify WordPress Themes