Bestu streymiþjónusturnar – íþróttir í beinni

Íþróttir eru án efa eitt það vinsælasta sjónvarpsefni sem til er í heiminum. Það eru því miður ekki allir sem búa svo vel að hafa aðgang að íþróttastöðvum í sjónvarpinu. Til allrar hamingju eru til streymiþjónustur sem leysa þennan vanda, og það á ódýran máta. Hér eru nokkrar af þeim bestu sem eru í boði fyrir íþróttaaðdáendur.

-Eurosport

Eurosport er í eigu Discovery Inc. og er eflaust ein þekktasta íþróttastöðin en hún var stofnuð 1989 og hefur verið í loftinu meira og minna síðan þá. Þeir fylgja að sjálfsögðu nýjustu straumum og bjóða upp á streymiþjónustu á hinum ýmsu íþróttaviðburðum. Á Eurosport er meðal annars hægt að fylgjast með enska fótboltanum, tennis, mótorhjólasporti, snóker og hjólreiðum. Einnig sýnir Eurosport frá Ólympíuleikunum, Evrópukeppninni í fótbolta sem og heimsmeistarakeppninni og Wimbledon keppninni.

-ESPN+

ESPN+ er viðbót við hinar amerísku ESPN stöðvar. Þessi streymiþjónusta er ný af nálinni en hún kom fram á sjónarsviðið í apríl 2018. Eftir aðeins 5 mánuði er ESPN+ komin með yfir milljón áskrifendur. Streymiþjónustan býður upp á alls kyns afþreyingu innan íþrótta, má þar meðal annars nefna amerískan fótbolta, bardagaíþróttir, háskólaíþróttir og tennis. Einnig sýna þeir frá stórum fótboltamótum eins og HM í fótbolta.

-Eurovisionsports.tv

Eurovisionsports er flott streymiþjónusta sem býður upp á fjölbreytta dagskrá á síðu sinni. Á síðunni má finna hjólreiðaíþróttir, róðrakeppnir, fimleika, skautaíþróttir og skíðaíþróttir. Allt er þetta sýnt “live” þannig að áhorfendur þurfa ekki að missa af neinu. Stórgóð þjónusta sem vert er að nýta sér.

-Stream2Watch.eu

Hér er á ferðinni vinsæl síða sem býður einnig upp á fjölbreytt áhorf fyrir áhorfendur sína. Stream2Watch býður upp á beint áhorf á íþróttaviðburði innan hafnabolta, körfubolta, fótbolta og hokkí svo eitthvað sé nefnt. Þjónustan streymir frá sjónvarpsstöðvum eins og ESPN stöðvunum, Sky Sports, NBC og Fox, ásamt fjölda annarra stöðva. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.