Fleiri flottar streymiþjónustur

Það vantar ekki úrvalið af streymiþjónustum nú til dags og viljum við hjálpa þér að finna þá þjónustu sem hentar þér best. Hér má sjá yfirlit yfir nokkrar góðar streymisíður sem eru í boði:

HBO Nordic

HBO, eða Home Box Office, er upprunalega bandarísk sjónvarpsstöð en hefur teygt út anga sína um allan heim og er orðið alþjóðlegt fyrirbæri sem sýnir efni í Ameríku, víða í Asíu og Evrópu ásamt Ástralíu. Það á meðal er HBO Nordic sem hefur verið starfrækt síðan í ágúst 2012. Á HBO er margt og mikið gott sjónvarpsefni og má þar nefna þætti eins og The Walking Dead, Fear The Walking Dead, The Affair og Marvel’s Cloak & Dagger. Því miður er HBO Nordic ekki aðgengilegt á Íslandi enn sem komið er en vonandi verður breyting þar á í framtíðinni. Þangað til það gerist, þá geta Íslendingar sem búa á hinum Norðurlöndunum notið þjónustu þessarar frábæru stöðvar.

Twitch.tv

Fyrir þá sem eru áhugasamir um leiki, þá er TwitvhTV fullkomin afþreying. Þar er fyrst og fremst streymt leikjum í beinni útsendingu. Twitch var stofnað árið 2011 og er það Amazon sem rekur síðuna. TwitchTV hefur verið í stöðugum vexti síðan þá og í október 2013 var Twitch með yfir 45 milljón áhorfendur í hverjum mánuði. Nýjustu mælingar sem gerðar voru 2018 sýna að TwitchTV er nú með 15 milljón áhorfendur á dag og rúmlega 2 milljónir aðila sem streyma efni til síðunnar.

VEVO

Fyrir tónlistarunnendur er VEVO rétti vettvangurinn. Þjónustan var stofnuð í desember 2009 og það ættu flestir að þekkja til merkisins. VEVO var sameiginlegt verkefni Sony Music Entertainment, Universal Music Group og EMI til þess að koma tónlistarmyndböndum sinna listamanna á framfæri. Árið 2016 kom Warner Music Group með sín myndbönd til VEVO enda virðast þeir hjá VEVO vera fremstir á þessu sviði. Þeir senda einungis tónlistarmyndbönd frá sér og eru verulega góðir á sínu sviði.