Vinsælustu streymiþjónusturnar

Kvikmyndabransinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Nú er aðgengi kvikmynda og þátta orðið mun aðgengilegra með aðstoð streymiþjónusta. Slíkar þjónustusíður kosta lítinn pening og státa af sjónvarpsefni og kvikmyndum fyrir alla aldurshópa. Hvort sem þú ert aðdáandi grínmynda, rómantískra kvikmynda, hryllingsmynda eða þú vilt hreinlega bara koma þér vel fyrir og eyða heilu kvöldi í þáttagláp, þá hafa streymiþjónusturnar eitthvað fyrir alla. Hægt er að nota þessar þjónustusíður á tölvum, símum og spjaldtölvum og í sjónvarpi. Hér eru þær helstu og jafnframt vinsælustu á markaðinum.

Netflix.

Netflix var stofnað 1997 og kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999 með áskriftasölu. Netflix byrjaði með útleigu á kvikmyndum, þá sendu þeir DVD diska heim til fólks og viðskiptavinirnir gátu svo skilað myndinni með póstinum. Breyting varð á árið 2007 en þá hóf Netflix streymiþjónustu sína og óx starfsemin verulega í kjölfarið. Árið 2015 var Netflix með skráða yfir 60 milljón viðskiptavini. Þeir hafa einnig framleitt mikið af sínu eigin efni, þar á meðal eru þáttaseríur á borð við House of Cards, Orphan Black og Luke Cage.

Hulu.

Hulu var stofnað árið 2007 og er í eigu Walt Disney samsteypunnar, Comcast og AT&T. 21st Century Fox átti 30% hlut í streymiþjónustunni, en árið 2017 keypti Disney hluta 21st Century Fox sem gerði þá að stærsta hluthafanum og eiga Disney nú 60% hlut í Hulu. Þjónustan er gríðarlega vinsæl og hefur einnig framleitt sitt eigið efni. Má þar nefna hina geysivinsælu þætti The Handmaid’s Tale, 11.22.63 og Runaways.

Amazon Prime.

Þjónusta Amazon, Prime kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2005 og hefur stækkað jafnt og þétt í gegnum árin. Þjónustan býður ekki einungis upp á streymingu kvikmynda og þátta, heldur er tónlist einnig í boði fyrir áskrifendur þeirra, ótakmörkuð geymsla ljósmynda og fleiri kostir. Amazon hefur haldið því fram að yfir 100 milljón áskrifendur noti þjónustuna.